Prunus pensylvanica

Ættkvísl
Prunus
Nafn
pensylvanica
Íslenskt nafn
Roðaplóma
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 9 m
Vaxtarlag
Upprétt, lauffellandi tré, allt að 9 m hátt. Ungar greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf 9×1,5 sm mjóegglaga, langydd, mjókka að grunni eða eru bogadregin, hárlaus, fínsagtennt, með innsveigðar kirtiltennur. Blóm 1,5 sm í þvermál, hvít í 4-5 blóma sveipkenndum blómskipunum. Steinaldin 6 mm í þvermál, hnöttótt, rauð.
Uppruni
N Ameríka. (Kanada til N Carolina og Colorado).
Harka
Z7
Heimildir
1, Kingsbury, J. M. 1964. Poisonous plants of the United States and Canada. Prentice-Hall Inc., Englewood Cliffs, N.J., USA. 626 pp. http://www.cbif.gr.ca
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2007, sem er í reit (2011).
Útbreiðsla
Laufið er banvænt fyrir grasbíta ef þeir éta það.