Prunus pumila

Ættkvísl
Prunus
Nafn
pumila
Ssp./var
v. depressa
Höfundur undirteg.
(Pursh.) Gleason
Íslenskt nafn
Sandkirsi
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
Um 30 sm
Vaxtarlag
Jarðlægur runni, vex flatur á jörðinni, allt að 30,5 sm hár.
Lýsing
Lauf mjórri en á aðaltegundinni, breikka að oddi venjulega bogadregin eða snubbótt, mjókka smám saman að grunni, bláhvít neðan. Steinaldin hnöttótt-sporvala.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
Z2
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004, og eina aðfengna (frá Finnlandi), sem gróðursett var í beð 2009. Allt eru þetta smáar plöntur, allt að 10 sm háar, ekkert kal, engin blóm ennþá.