Prunus sargenthii

Ættkvísl
Prunus
Nafn
sargenthii
Íslenskt nafn
Japansheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blá-bleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
-10 m +
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi, upprétt, tré, 18 m hátt eða hærra í heimkynnum sínum.
Lýsing
Lauf 10,5×5 sm breiðaflöng-oddbaugótt til öfugegglaga-aflöng, odddregin, ein- eða tvísagtennt, tennurnar grófar, hvassyddar, rauðleit, seinna græn, bláleit-glansandi neðan. Blaðleggir 22,5 mm langir. Blómin allt að 4 sm í þvermál, blá-bleik, í 2-4 blóma legglausum sveipum, blómleggur stinnur, allt að. Bikartrekt 7×3 mm, mjó pípu-bjöllulaga, Krónublöð breið egglaga-aflöng til öfugegglaga, skert. Steinaldin 22×8 mm, lang-egglaga, djúp glansandi rauð.
Uppruni
Rússland/Síbería, Japan, Kórea.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.learn2grow.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré, í raðir, í beð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.