Prunus sargenthii

Ættkvísl
Prunus
Nafn
sargenthii
Yrki form
Columnaris
Íslenskt nafn
Japansheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
P. sargenthii Rehd. Rancho
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 10 m +
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, súlulaga í vextinum, allt að 10 m hátt og 5 m breitt. Börkur mahónírauður.
Lýsing
Lauf dökkgræn, gljáandi, með logandi rauða og gula haustliti. Blómin stök, bleik, koma snemmsumars.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.learn2grow.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1994, er orðin 3-4 m há, hefur kalið dálítið sum árin.