Prunus spinosa

Ættkvísl
Prunus
Nafn
spinosa
Íslenskt nafn
Þyrniplóma
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skógarjaðrar.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 8 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, mjög mikið þyrnóttur runni eða tré allt að 8 m hátt. Ársprotar stuttir, með rauða hæringu, stutt dúnhærð, sjaldan hárlaus. Greinar breið-útstæðar til hálfuppréttar.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, oddbaugótt til aflöng-öfugegglaga, snubbótt, grunnur fleyglaga, fín-sagtennt til bogtennt, dúnhærð, verða hárlaus. Blóm allt að 3 sm breið, hvít, stök, sjaldan tvö saman. Blómleggir allt að 1,5 sm, stinnir, hárlausir eða lítið eitt dúnhærðir, gráir. Steinaldin allt að 1,5 sm í þvermál, hnöttótt til keilulaga, svört, slétt til döggvuð, frækápa græn.
Uppruni
Evrópa, V Asía, N Afríka.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.hittarecept.se, http://www.altavaltrebbia.net
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, í skógarjaðra, sem stakstæð tré eða runnar. Berin eru æt. Þau eru t.d. notuð í saft, hlaup og líkjör.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1992, hefur kalið lítið eitt flest ár, er um 1,3 m hár, var í skugga, hefur vaxið mikið 2011, engin blóm. Auk þess er til ein planta sem sáð var til 2099, er í sólreit.