Prunus virginiana

Ættkvísl
Prunus
Nafn
virginiana
Yrki form
'Canada Red'
Íslenskt nafn
Virginiuheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
3,5 m
Vaxtarlag
Rauður virginíuheggur er afbrigði af venjulegum virginíuhegg með laufsem verða purpurarauð. Rauður virginíuheggur er með beinan stofn, jafnan vöxt, vínrauð lauf og mikið af rauðum/purpuralitum aldinum.
Lýsing
Lauffellandi tré sem getur orðið 6-8 m hátt, en ekki jafn umfangsmikið. Græn lauf vaxa á þetta yrki að vorinu, en þau verða purpurarauð um hásumarið. Lauf allt að 7,5 sm löng og helmingi mjórri. Lítil hvít blóm koma í maí og eru í 7,5-12,5 sm löngum klösum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Engir sjúkdómar.
Harka
Z3
Heimildir
1, http://pnwplants.wsu.edu
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré, í trjá- og runnabeð. Æt aldinin eru smá, rauðpurpura og elskuð af fuglum. Fólk ætti ekki að borða berin hrá, þar sem þau eru álitin eitruð. En það er hægt að nota þau í mauk og hlaup. Þessi planta þrífst betur á vel framræstum stað en í þungum, rökum jarðvegi. Þrífst best í mikilli sól, getur lifað hálfskugga af.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum, en ætti að geta þrifist þar vel.
Útbreiðsla
ATHUGASMD: Lauf og aldin eitruð, ósoðin. Aldin eru falleg og æt ef þau eru soðin, fallegir haustlitir.