Prunus virginiana

Ættkvísl
Prunus
Nafn
virginiana
Ssp./var
ssp. demissa
Höfundur undirteg.
(Nutt.) Roy L. Taylor & MacBryde
Íslenskt nafn
Virginiuheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Prunus virginiana L. v. demissa (Torr. A. Gray) Torr.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (til hálfskuggi).
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni eða lítið tré allt að 3 m hátt, fremur runnkennt. Smágreinar hárlausar eða dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 9 sm, egglaga til öfugegglaga stutt-odddregin, bogadregin til dálítið hjartalaga við grunninn, stundum ullhærð á neðar borði. Laufleggir með tvo kirtla. Blómin rjómahvít. Steinaldin dökkrauð.
Uppruni
N-Ameríka (frá Washington til Kaliforníu).
Harka
Z2
Heimildir
1, http://www.laspilitas.com, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá og runnabeð. Vex í skógarjöðrum og með ströndum fram. Berin eru æt, ágæt á bragðið og best í mauk eða sultu. Fuglum þykja berin góð svo að það er óvíst að þú sjáir nokkurn tíma þroskað ber. Oft þurrkþolin planta, en vökvið samt eftir þörfum.Haustlitir laufanna eru breytilegir frá ári til árs, frá skærrauðu til fölguls. Rauðbrúnar smágreinarnar eru fallegar á haustin.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1988. Hún hefur kalið dálítið flest ár, hefur fallega haustliti, er runni, aðþrengdur og í skugga.