Pseudotsuga menziesii

Ættkvísl
Pseudotsuga
Nafn
menziesii
Íslenskt nafn
Dögglingsviður (douglasviður, douglasgreni)
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. douglasii (Lindl.) Carr., P. taxifolia (Lamb.) Britt.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól/skjól.
Blómalitur
Kk blóm appelsínurauð, kvk græn-fjólublá.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Tré, sem nær allt að um 100 m hæð í heimkynnum sínum, verður stundum hærra og þá verður bolurinn allt að 4 m í þvermál. Börkur á gömlum stofnum þykkur og korkkenndur með djúpum rifum. Á ungum trjám er börkurinn sléttur og með fjölmörgum kvoðubólum. Króna á ungum trjám keilulaga, á gömlum verður krónan breið og flöt. Neðri greinarnar eru oft útstæðar og hangandi. Greinar ungra trjáa eru uppsveigðar, en láréttar á gömlum trjám. Ársprotar eru ögn hærðir til hárlausir, gulgrænir í fyrstu að lokum grábrúnir.
Lýsing
Brum eru keilulaga, verða allt að 10 mm löng, gljáandi, kastaníubrún, ydd, yfirleitt dálítið kvoðug við grunninn. Barr sem hefur verið núið gefur frá sér eplailm. Barrið er allt í kring um greinina, en oftast skipt og myndar breiða, V-laga gróp. Það er 18-30 mm langt 1-1,5 mm breið, skærgræn ofan og ekki með loftaugaraðir. Að neðan er það með 2 loftaugarendur, hver úr 5-6 gráum til hvítum loftaugaröðum. Barrið er ýmist oddhvasst eða snubbótt í oddinn en ekki framjaðrað. Kvenkyns blóm eru eplagræn eða purpuralit. Könglar hangandi á stuttum sprotum, 3-3,5 sm breið. Köngulhreistur eru hringlaga-tígullaga, leðurkennd, heilrend, ljósbrún, dálítið íhvolf, allt að 2 sm breið. Hreisturblöðkurnar standa út úr könglunum aðlæg hjá dæmigerðum strandafbrigðum (v. menziesii), en hjá fjalla formunum (v. glauca) eru þau aftursveigð, ljósgræn í fyrstu að lokum ljósbrún.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
7?
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Garðtré (skógrækt), í þyrpingar, sem stakstætt tré, þolir vel klippingu.
Reynsla
Hefur verið sáð nokkrum sinnum, og spírað a. m. k. einu sinni.Fremur viðkvæm tegund. Er ungt í garðinum. Til í gömlum garði á Akureyri og er þar nokkuð veglegt tré. Fyrst sáð á Hallormstað 1934. Hæstu tré þar um 13 m og hafa þrifist vel. Verður gamalt - allt að 700 ára. Skýla þarf ungum plöntum fyrstu veturna. Þrífst illa í mögrum jarðvegi.
Yrki og undirteg.
Villt afbrigði af dögglingsvið eru nokkur, sem dæmi.P. m. v. glauca (Beissn.) Franco - fjalladögglingsviður úr KlettafjöllumP. m. v. menziesii - stranddögglingsviðurP. m. f. caesia (Schwerin) Franco - grár dögglingsviðurP. m. f. laeta (Swhwerin) Krüssm. - grænn dögglingsviður
Útbreiðsla
Fyrst flutt til Englands 1827, er nú mikilvægt skógartré líka í Evrópu. Til þessarar tegundar heyra nokkur landfræðileg afbrigði og fjöldi garðforma eða yrkja.