Pulmonaria angustifolia

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
angustifolia
Íslenskt nafn
Engjalyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærblár-fjólublár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Frekar grófgerð planta, vex í brúskum. Þykir ein fallegasta lyfjurtin í garða.
Lýsing
Grunnlauf með blöðkur allt að 40 x 5 sm, mjólensulaga, engir mislitir flekkir, hærð, hár jafnlöng, lítt eða ekkert kirtilhærð, grunnur mjókkar smám saman að í legginn. Blómskipun með þornhárumog líka ögn kirtilhærð. Króna skærblá eða fjólublá, rauðleit óútsprungin. Krónupípan hárlaus innan neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) um það bil 4,5 x 3,5 mm.
Uppruni
A, NA & AM Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í skógarbotn, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur þrifist með ágætum í garðinum. Vex í súrum jarðvegi á engjum og í skógum upp í 2600 m hæð í heimkynnum sínum.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis, lítt eða ekki reynd hér'Azurea' sem er allt að 25 sm, með dökkgrænt lauf, blóm skærblá, rauðleit í knúppinn.'Beth's Blue' sem er allt að 25 sm, lauf skærgræn með fáeinum blettum, blóm skærblá.'Beth's Pink' sem er allt að 25 sm, lauf breið, blettótt, blóm kóralrauð. 'Blaues Meer' sem er með stór blóm maríuvandarblá (gentian blue).'Johnson's Blue' lítil planta, innan við 20 sm há, blómin blá.'Munstead Blue' er smávaxin jurt, um 15 sm há, smátt, dökkgrænt lauf, blómin hreinblá, blómgast snemma.'Rubra' sem er að 25 sm, blóm fölrauð, blómstrar snemma.'Variegata' sem er með mjó lauf með hvítum blettum.