Pulmonaria longifolia

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
longifolia
Íslenskt nafn
Kattalyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bláfjólublár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Grófgerð planta sem vex í brúskum. Blóm í fremur þéttum skúf.
Lýsing
Grunnlauf með blöðku 50 x 6 sm, mjólensulaga, efra borð venjulega hvít- eða fölgrændoppótt eða flekkótt á efra borði, sjaldan blettalaus, hærð einskonar þornhárum, +/- jafnlöngum og fáein kirtilhár, mjókka smám saman í legginn. Blómskipun með löng þornhár og ögn af kirtilhárum. Króna bláfjólublá. Krónupípa hárlaus neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) um það bil 4 x 3 mm.
Uppruni
V Evrópa alveg norður til S Englands.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í runnabeð, í breiður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis t.d.'Bertram Anderson' er með löng og mjó lauf, silfurlita bletti, skærblá blóm. 'Lewis Palmer' er allt að 35 sm há, laufin breið með ógreinilega bletti, blóm daufblá með bleikri slikju, blómviljug.'Mournful Purple' ((Mourning Widow'. 'Mournful Widow') með lang-lensulaga lauf, breið (tvisvar sinnum venjuleg stærð), með ógreinilega silfurlita bletti, blómin purpuralit.'Patrick Bates' er með áberandi flekkótt lauf, blóm daufblápurpura.