Pulmonaria obscura

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
obscura
Íslenskt nafn
Húmlyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
Pulmonaria officinalis ssp. obscura (Dumortier) Murbeck
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur til rauðfjólublár.
Blómgunartími
Snemma vors
Hæð
20-35 sm
Vaxtarlag
Lík læknajurt (P. officinalis). Blaðkan oftast einlit, græn en þó stundum með ljósgræna bletti, með mislöngum þornhár. Uppréttir, ógreindir stöngla og stinnhærð lauf.
Lýsing
Hvirfingarlaufin stilklöng, egglaga til hjartalaga og vaxa fyrst eftir blómgun. Þau sem eru neðst á stönglinum eru hjartalaga við grunninn, mjókka meira eða minna snögglega að leggnum. Stöngullaufin legglaus eða stilkstutt, aflöng, venjulega 2 x lengri en breið. Blóm standa þétt saman í fáblóma skúf, blómskipun með strjálum kirtilhárum. Bikarinn er 5 deildur með stutta snubbótta flipa. Krónan trektlaga, rauðlillalit í fyrstu en síðar lillablá. Blóm 10-16 mm í þvermál. Fræ(hnetur) sléttar með kjötkenndan hluta við grunninn.
Uppruni
M Evrópa.
Heimildir
= 14, Norræna flóran á netinu
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Undirgróður, í fjölæringabeð, í breiður. Vex í skugga eða hálfskugga í góðri garðmold.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð planta. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1992, þrífst vel.(Upprunnin frá Finnlandi).