Pulmonaria officinalis

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Læknajurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðpurpura eða blápurpura.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Myndar fallegar blaðbreiður. Blómin í stuttum kvíslskúfum fyrst bleikrauð en síðar fjólublá. Blöð snarphærð, hjartalaga með litla ljósa eða hvíta bletti.
Lýsing
Grunnlauf ásamt blöðkunni allt að 16 x 10 sm, efra borð áberandi hvítblettótt, hrjúf af um það bil jafnlöngum hárum. Laufgrunnurinn hjartalaga, mjókkar í augljósan, allt að 15 sm langan legg. Stöngulblöð minni, oddbaugótt, greipfætt. Blómskipunin þétthærð, bæði með stinn þornhár og kirtilhár. Krónan rauðpurpura eða blápurpura. Krónupípa hárlaus að innan neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) 4 x 3 mm.
Uppruni
Algeng í Evrópu frá S Skandinavíu suður til S Ítalíu og Búlgaríu.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í skógarbotna, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur verið mjög lengi í ræktun hérlendis, þrífst vel. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2012.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm. 'Bowles Blue' er með mjög ljósblá blóm.'Brentor' er með ljós-silfurblettótt lauf, blóm rauðrófupurpura.'Cambridge' er allt að 30 sm há, lauf hjartalaga, blettótt, blóm fölblá, bleik í knúppinn, blómrík. 'White Wings' er allt að 30 sm há, blóm hvít með bleiku auga, blómgast seint.