Pulmonaria rubra

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
rubra
Íslenskt nafn
Roðalyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Tígulsteinrauður.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Stórar fallegar blaðhvirfingar og blöðóttir stönglar. Blómin breyta ekki lit og eru ívið stærri en á öðrum tegundum lyfjurta, stór ljósgræn laufblöð.
Lýsing
Grunnlauf að 15 x 7 sm, yfirleitt án flekkja á efra borði, snarphærð (löngum og stuttum hárum) og kirtilhærð, blaðkan mjókkar snögglega að blaðleggnum sem er allt að 13 sm langur.Blómskipunin með stutt, stinn þornhár og kirtilhár. Króna rauð. Krónupípa hærð innan neðan við hárakransinn í gininu. Fræ(hnetur) allt að 4,5 x 3 mm.
Uppruni
Balkanskagi & Karpatafjöll.
Heimildir
= 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Hefur verið lengi í ræktun í garðinum og þrífst prýðisvel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis en ekki reynd hér t.d.'Albocolorata' er með hvít blóm.Yrki með mismunandi rauðum blæ eru: 'Bowles Red', 'Barfield Pink','Redstart'.