Pulmonaria saccharata

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
saccharata
Íslenskt nafn
Nýrnalyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura eða fjólublár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Myndar fallegar laufbreiður, blöðin dökkgræn, alsett stórum silfurhvítum blettum sem stækka er líður á sumarið.
Lýsing
Grunnlauf oddbaugótt, langydd, með blöðku allt að 27 x 10 sm, efra borð áberandi hvít- eða silfurflekkótt eða doppótt, þétthærð, bæði með stutt og löng hár og kirtilhár. Grunnur blöðkunnar mjókkar smám saman í 15 sm langan lauflegg. Stöngulblöð minni, stilklaus. Blóm í kvíslskúf. Blómskipunin bæði með þornhár og kirtilhár. Króna purpura eða fjólubá. Krónupípan hærð að innan neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) um það bil 4 x 3 mm.
Uppruni
SA Frakkland, M & N Ítalía.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í skógarbotna, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í ræktun frá 1957 eða lengur í Lystigarðinum. Mjög víða ræktuð í görðum og útbreidd um allt land.
Yrki og undirteg.
Mörg yrki í ræktun erlendis með mismunandi silfurmunstri á grunnlaufum og breytilegum blómlit svo sem'Alba' er allt að 30 sm há, lauf flikrótt, myndar laufhvirfingar, blómin stór, snjóhvít.'Argentea' er allt að 30 sm há, og silfurblettótt lauf.'Frühlingshimmel' ('Blauhimmel', Spring Bauty') er með silfurblettótt lauf, föl himinblá blóm, bikar er purpuralitur.'Highdown' er allt að 30 sm há, kraftmikil jurt með silfurblettótt lauf, sterk blá, drúpandi blóm.'Leopard' er með hvítblettótt lauf, blómin rauð með bleikri slikju.'Mies Stam' er með silfurblettótt lauf, dauf fagurbleik blóm með lilla slikju, blómviljug.'Mrs Moon' er með fjölmargir silfurlita bletti, blóm lilla með rauðri slikju.'Pink Dawn' er með silfurblettótt lauf, djúp bleik blóm.'Reginald Kaye' er allt að 30 sm há, blóm með silfruðum blettum á jöðrum og stórum bletti í miðju.'Sissinghurst White' er allt að 30 sm há, kraftmikil, stór lauf, blettótt, hvít blóm, blómgast snemma.'Tim's Silver' er allt að 30 sm há, lauf silfurglansandi nema á jöðrunum, blómin milliblá.