Pulsatilla alba

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
alba
Íslenskt nafn
Snæbjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hrein hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Grunnlauf með langan legg, tvífjöðruð, hærð í fyrstu, verður næstum hárlaus. Stöngullauf með stuttan legg.
Lýsing
Blómin skállaga, 2,5-4,5 sm í þvermál, hvít, stundum með bláa slikju.
Uppruni
M Evrópa (á súru bergi upp í 2200 m hæð).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1994 og önnur sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2000. Hefur reynst vel í Lystigarðinum.