Pulsatilla bungeana

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
bungeana
Íslenskt nafn
Dvergabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone bungeana Pritz.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blá-fjólublár.
Blómgunartími
Apríl-Júní.
Hæð
5-8 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 1,5-5 sm há í blóma, allt að 8 sm há þegar aldinin eru þroskuð. Grunnlauf aflöng að utanmáli, fjaðurskipt, flipar annarrar skiptingar heilrendir eða skertir.
Lýsing
Blómin upprétt, bjöllulaga, opnast ekki breitt, blá-fjólublá, blómhlífarblöð allt að 1,5 x 0,7 sm. Hnetur með 1,5 sm langa týtu.
Uppruni
Síbería, Altaifjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1999, er í sólreit 2015.