Pulsatilla halleri

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
halleri
Ssp./var
ssp. styriaca
Höfundur undirteg.
(Pritz.) Zam.
Íslenskt nafn
Heiðabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Pulsatilla styriaca (Pritz.) Simonk.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár til gráfjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Sjá lýsingu á aðaltegund nema hvað ssp. styriaca er frábrugðin að þessu leyti: Blómstönglar eru venjulega lengri en 5 sm, þegar plantan er í blóma. Grunnlauf 5-11 sm, fjaðurskipt í 5 hluta (fyrsta skipting), laufin venjulega með færri en 50 flipa, meira eða minna ullhærð.
Lýsing
Sjá aðaltegund.
Uppruni
SA Austurríki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015. Sáð 2015.