Pulsatilla pratensis

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Kúabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone pratensis (L.) Mill.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl- eða dökkpurpura til purpuragræn.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
12-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stöngullauf með um 30 flipa. Stönglar allt að 12 sm í blóma, allt að 45 sm þegar aldinin eru þroskuð. Grunnlauf venjulega 3 x fjaðurskipt, hver flipi er áfram skiptur, mynda um 150 flipa.
Lýsing
Blómin 3-4 sm í þvermál, mjó klukkulaga, föl- eða dökkpurpura til purpuragræn, blómhlífarblöð aftursveigð í bláendann, varla nokkru lengri en fræflarnir, þétthærð utan.
Uppruni
M & A Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Pulsatilla+pratensis,
Fjölgun
Skipting, sáning. Fræinu er sáð nýþroskuðu í sólreit. Það spírar oftast á 2-3 vikum. Fræi sem hefur verið geymt er sáð síðla vetrar í sólreit, spirun þess tekur um 1-6 mánuði við 15°C. Þegar plönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær, er hverri og eini plantað í sinn pott og ræktaðar í gróðurhúsi/sólreit fyrsta veturinn. Plönturnar eru síðan gróðursettar á framtíðarstaðinn næsta vor. - Rótargræðlingar, 4 sm langir eru teknir snemmvetrar og plantað í blöndu af mónmold og sandi. Einnig er hægt að taka rótargræðlingana í júli/ágúst, plantað lóðrétt í potta í gróðurhúsi eða sólreit.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta á skrautblómabeðum. Getur vaxið í kalkríkum jarðvegi. Getur þolað þurrk.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1993. Hefur reynst vel.
Yrki og undirteg.
Pulsatilla pratensis ssp. hungarica Soó. Fölgul blóm. Heimkynni: S Evrópa.