Pulsatilla rubra

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
rubra
Íslenskt nafn
Kálfabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone pratensis L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauð-purpura, brúnrauður eða svartrauður, sjaldan dökkfjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Lík kúabjöllu (P. pratensis). Stöngullauf aðeins með 20 flipa.
Lýsing
Blómin dökk rauð-purpura, brúnrauð eða svartrauð, sjaldan dökkfjólublá. Blómhlífarblöð 2,5 x lengd fræflanna.
Uppruni
M & S Frakkland, M & A Spánn
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2014 og gróðursett í beð 2015. Lofar góðu á Reykjum (H. Sig.).
Yrki og undirteg.
Talin vera önnur móðurplanta allra rauðblómstrandi geitabjöllublendinga.