Pulsatilla turczaninovii

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
turczaninovii
Íslenskt nafn
Mongólabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Pulsatilla turczaninovii f. albiflora Y. Z. Zhao.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bláfjólublár, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-25 sm há. Laufin 4 eða 5, breiða úr sér að blómgun lokinni, laufleggir 5-8 sm, með löng, mjúk hár. Laufblaðkan mjó oddbaugótt, stundum egglaga, 7-8,5 x 2,5-4 sm, með (3 eða) 4 pör af hliðarsmáblöðum, 3 x fjaðurskipt, lítið eitt hærð neðan, hárlaus ofan, fliparnir eglaga, endafliparnir band-lensulaga til bandlaga, stundum egglaga, 1-1,5(-2,5) mm breið, jaðar niðurorpnir, hvassydd. Neðri flipar með legg, efri flipar legglausir.
Lýsing
Blómstönglar um 1,5 sm, verða 15 sm þegar fræin eru fullþroska, hærðir. Reifablöð 2,8-3,4 sm, samvaxin neðst í 5-6 mm pípu, fínskipt efst, flipar bandlaga til bandlensulaga, 1-1,5 mm breið, smádúnhærð neðan. Blómhlífarblöð bláfjólublá, sjaldan hvít, upprétt, egglaga-aflöng til oddbaugótt, 2,2-4,2 x 1-1,3 sm. smádúnhærð neðan, sljóydd eða snubbótt. Frjóhnappar gulir. Blómskipun með aldinum um 5 sm í þvermál. Hnetur um 4 mm, þétt smádúnhærð. Stílar langæir, 4-5 sm.
Uppruni
Kína, Mongólía, Síbería.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200008063, Flora of China,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2008 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.