Pulsatilla vernalis

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
vernalis
Íslenskt nafn
Vorbjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone vernalis L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með purpura eða fjólubláa slikju á ytra borði.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar allt að 15 sm í blóma, allt að 45 sm þegar fræin eru þroskuð. Grunnlauf sígræn, fjaðurskipt í 3-5 hluta, smálaufin aflöng, tennt, hárlaus eða því sem næst. Stöngullauf legglaus, samvaxin.
Lýsing
Blóm hangandi meðan þau eru knúppar, verða upprétt, 4-6 sm, bjöllulaga, þakin skærbrúnu hári á ytra borði. Blómhlífarblöð 6, ydd, hvít, ytri blöðin oftast með sterka purpura eða fjólubláa slikju á ytra borði, innri blöðin oftast ljósari. Fræflar gulgrænir.
Uppruni
Evrópa (fjöll), Síbería.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð, mjög blómsæl og falleg tegund. Ekki í Lystigarðinum 2015.