Pyrethrum aureum

Ættkvísl
Pyrethrum
Nafn
aureum
Yrki form
'Golden Moss'
Íslenskt nafn
Glitbrá
Samheiti
Réttara: Tanacetum parthenium aureum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, hvítur með gula slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Ilmandi fjölæringur, allt að 60 sm hár. Laufin 2,5-8 sm, egglaga, 1-2-fjaðurskipt, laufhlutar 1-3,5 sm í 3-5 pörum, dúnhærð. kirtil-doppótt, með legg, jaðar bogtenntur eða heilrendur. Legglaufin smærri en hin, minna skipt.
Lýsing
Karfan 5-20 sm, í þéttum hálfsveip, reifar 5-7 mm í þvermál, nærreifar lensulaga, oddur mjó-himnukenndur. Geislablóm allt að 7 mm, 12-20, hvít. Aldin allt að 2 mm, með 5-8 rif, svifhárakrans flipóttur.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasus
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Ræktað sem sumarblóm.
Yrki og undirteg.
'Aureum' blómin stök, með gula slikju.