Pyrus ussuriensis

Ættkvísl
Pyrus
Nafn
ussuriensis
Íslenskt nafn
Gulpera
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 15 m (erlendis).
Vaxtarlag
Lauffellandi, upprétt tré allt að 15 m hátt, ársprotar sléttir, gulbrúnir.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, egglaga eða nær því að vera kringlótt, mjókka smám saman, grunnur bogadreginn-hjartalaga, jaðrar með þorntennur, laufin hárlaus, gulgræn ofan, ljósari á neðra borði, verða fagurrauð með aldrinum, laufleggir 2,5 sm, grannir. Blómskipunin hvelfdur klasi með 6-9 hvítum blómum, hver allt að 3 sm í þvermál. Krónublöð öfugegglaga, mjókka að grunni. Aldin 3-4 sm, hálfhnöttótt, grængul, aldinveggur verður harður, aldinleggur stinnur, blómstrar snemma.
Uppruni
NA Asía.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://homeorchard.ucdavis,edu
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í tré- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til 3 plöntur, sem sáð var til 1986 og tvær gróðursettar í beð 1991 og ein 1994. Allar kala dálítið árlega, eru hægvaxta en tóra þó. Auk þess er til ein í sólreit sem sáð var til 2007.