Quercus petraea

Ættkvísl
Quercus
Nafn
petraea
Íslenskt nafn
Vetrareik
Ætt
Beykiætt (Fagaceae).
Samheiti
Q. sessiliflora. Q. sessilis.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
Óvíst hversu hátt tréð verður hérlendis, en verður allt að 40 m hátt og 25 m breitt í heimkynnum sínum.
Vaxtarhraði
Vex hægt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 45 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan regluleg, bolurinn nær langt upp í krónuna. Börkur líkur berkinum á sumareik (Q. robur), grár til svartbrúnn, sprunginn. Ársprotar hárlausir, ögn hnúskóttir.
Lýsing
Lauf 6-17 × 3-9 sm, breið- eða mjó-öfugegglaga, fleyglaga við grunninn eða þverstýfð til hálf-hjartalaga, en ekki tvíeyrð eins og hjá Q. robur, bogadregin í oddinn, jaðrar með 4-6 pör af jafnstórum, bogadregnum sepum, græn, glansandi, hárlaus ofan, ljósari, bláleit, hárlaus til dúnhærð neðan. Laufleggir 1-1,6 sm langir, gulir. Aldin aflöng hnot (akarn), sem er þroskuð fyrsta árið, eru í þyrpingum, 2-3 sm, egglaga til aflöng-egglaga, aldinskálin þéttaðlæg, dúnhærð eins og skál eða bolli í laginu.
Uppruni
Evrópa til V Rússland.
Sjúkdómar
Hefur mikla mótstöðu gegn hunangssvepp.
Harka
Z4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. Fræið veslast fljótt upp ef það fær að þorna. Það er hægt að geyma fræið á rökum og svölum stað yfir veturinn en best er að sá því úti í sáningarbeði strax og það hefur þroskast, en það þarf að verja fræið fyrir músum. Fáeinum fræjum er hægt að sá í djúpa potta og setja í sólreit. Plönturnar mynda djúpa stólparót og það þarf að gróðursetja þær á framtíðarstaðinn jafn fljótt og kostur er, staðreyndin er sú að fræ sem sáð er á framtíðarstað trésins myndar bestu trén. Trén ættu ekki að vera í fræbeði í gróðrarstöð lengur en í 2 sumur án þess að vera hreyfð (á við erlendis) annars verður erfitt að flytja þau.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré. Þrífst best í djúpum, frjóum leirjarðvegi. Ungar plöntur þola talsverðan hliðarskugga. Þrífst vel í þungum leirjarðvegi og í blautum jarðvegi svo fremi að jarðvegurinn sé ekki vatnsósa langtímum saman. Þrífst illa í þurrum og grunnum jarðvegi en er að öðru leyti þurrkþolin þegar plantan hefur komið sér fyrir í jarðveginum. Þolir að vera áveðurs en þolir ekki saltúða frá hafi. Tréð blómstrar á ársprotana að vorinu, fræið þroskast samsumars. Ekki er vitað til þess að eikur hafi blómstrað og þroskað fræ hérlendis. Myndar oft blendinga með öðrum tegundum af ættkvíslinni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 1991 og gróðursett í beð 2001. Kelur talsvert.