Ranunculus aconitifolius

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
aconitifolius
Íslenskt nafn
Silfursóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær, trefjarætur.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur / rauðleitir knúbbar.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurta, ræturnar trefjarætur. Stönglar greinóttir, allt að 60 sm háir.
Lýsing
Grunnlauf dökkgræn, handskipt, 3-5 skipt, jaðrar tenntir, stöngullauf legglaus. Blómin fá eða mörg, hvít, allt að 2 sm í þvermál, blómleggir 1-3 x lengri en laufið sem á leggnum var, dúnhærð ofan, bikarblöð rauð til purpura neðan, hárlaus, skammlíf, aldindstæði dúnhærð. Krónublöð 5, egglaga. Hnetur allt að 5 mm, dálítið útflött, trjónan grönn.
Uppruni
V & M Evrópa.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð jurt, góð til afskurðar. Aðaltegundin er ekki víða í ræktun en fyllta yrkið 'Flore Pleno' hefur verið lengi í ræktun hérlendis og reynst afar vel. Langur blómgunartími en verður dálítið drusluleg eftir blómgun.
Yrki og undirteg.
Ranunculus aconitifolius 'Flore Pleno' er með hvít, þéttfyllt blóm. Einnig er til yrkið Ranunculus aconitifolius 'Luteus Plenus' með gul fyllt blóm, en það er mjög sjaldséð.