Ranunculus adoneus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
adoneus
Íslenskt nafn
Goðasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, þýfð fjölær jurt með allmarga stöngla allt að 15 sm há þegar fræið er fullþroska.
Lýsing
Grunnlauf 2-3-þrískipt, laufhlutar bandlaga. Blómin 1-3 á stönglinum, gullgul, allt að 4 sm í þvermál, bikarblöð útstæð, allt að 8 mm. Blómstæði hárlaus, smáhnotir með stutta trjónu.
Uppruni
Fjöll V N Ameríka
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í skrautblómabeð.
Reynsla
Mjög falleg og harðgerð.