Ranunculus alpestris

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
alpestris
Íslenskt nafn
Fjallasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Snjóhvítur/gul miðja.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, fjölær jurt með trefjarætur, stönglar allmargir, 3-12 sm.
Lýsing
Laufin grunnlauf, glansandi dökk græn, kringlótt, 3-5 flipótt, flipar djúp bogtennt. Blómin stök eða 2-3, hvít, allt að 2 sm í þvermál. Bikarblöð með rauðbrúnum blæ. Krónublöð öfughjartalaga. Blómbotn hárlaus. Aldin öfugeggvala, trjóna grönn, bein.
Uppruni
Alpafjöll (fjöll í Evrópu).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori og hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir (neðarlega), í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Harðgerð, bráðfalleg og auðræktuð steinhæðarplanta.