Ranunculus amplexicaulis

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
amplexicaulis
Íslenskt nafn
Slíðrasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með kjötkenndar rætur, stönglar greinóttir, 8-30 sm.
Lýsing
Grunnblöðin egglensulaga, bláleit, blá-grá, stundum lítið eitt silkihærð, með samsíða æðar. Stöngullauf greipfætt. Blómin allmörg, hvít, stundum bleik eða hvít með bleikum blæ, 2-2,5 sm í þvermál, bikarblöð græn, hárlaus skammæ, krónublöðin öfugegglag-kringlótt, stundum fleiri en fimm. Fræhnetur útflattar, með áberandi æðar, trjónan bogin.
Uppruni
Pyreneafjöll, N Spánn.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, athugið að velja fallegar plöntur til fjölgunar.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð tegund, fallegust í þyrpingum. Ljókkar mikið þegar líður á sumarið og best er að klippa ofan af henni áður en hún nær að sá sér.