Ranunculus asiaticus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
asiaticus
Íslenskt nafn
Asíusóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær, vorlaukur.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, bleikur, rauður, purpurablár, gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
20-45 sm
Vaxtarlag
Hefur gildar forðarætur (vorlaukur sem þarf að forrækta inni), geymd í sandi á frostfríum stað yfir veturinn. Breytileg tegund.
Lýsing
Ytri grunnlaufin 3 skipt, hvert smáblað á stilk, nokkuð sepótt og tennt. Innri grunnlauf 2-3 skipt. Blómin fá til mörg, í ýmsum litum, 3-5 sm í þvermál, krónublöðin öfugegglaga, snubbótt, bikarblöðin útbreidd og sveigjast aftur með tímanum, frævlar purpurasvartir. Á kynbættum tegundum eru blómin yfirleitt fremur stór ofkrýnd (turban) eða hálfkrýnd (franskar) og blöðin tvisvar x þrískipt.
Uppruni
SA Evrópa, SV Asía.
Harka
9
Heimildir
= 1
Fjölgun
Planta með forðarótum sem fást í blómabúðum að vori.
Notkun/nytjar
Í gróðurhús, í garðskála, skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Viðkvæm, mikið kynbætt tegund. Ekki til útiræktunar hérlendis en þolir þó að vera á sólríkasta og skýldasta stað í garðinum yfir hásumarið og lifir af milda vetur. Verður fallegust í gróðurhúsi eða garðskála.
Yrki og undirteg.
Mikill fjöldi yrkja í ræktun, t.d. 'Color Carnival' stór, kröftug, fyllt blóm í mörgum litum, 'Picotee', þétt, fyllt stór blóm, margir litir, 'Pot Dwarf' hálffyllt og fyllt í bleikum litum, mjög stór blóm og mörg fleiri mætti nefna.