Ranunculus crenatus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
crenatus
Íslenskt nafn
Baugasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Snjóhvítur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, fjölær jurt, allt að 15 sm há, með trefjarætur.
Lýsing
Grunnblöðin kringluleit með ógreinilega hjartalaga grunni, lítið eitt bugtennt, stundum með 3 grunnum sepum í oddinn, lítt áberandi æðar, stöngulblöðin lensulaga til bandlaga. Blóm 1-2 saman, hvít, allt að 2-2,5 sm í þvermál, bikarblöð mjó-egglaga, krónublöðin næstum heilrend, breiðegglaga til aflöng. Blómbotn hárlaus, hnotir, bogadregnar, bláleitar, trjónan löng, grönn, krókbogin.
Uppruni
Alpa-, Appenína-, Karpataföll, Balkanskagi.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæð, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd en líklega nokkuð harðgerð hérlendis (H. Sig.). Vorblómstrandi, blómstrar stundum aftur síðsumars.