Ranunculus ficaria

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
ficaria
Íslenskt nafn
Vorsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur, rauðgulur, gulhvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, fjölær jurt, 5-30 sm há, fjölgar með rótarlaukum, spólulaga eða kylfulaga, 1-2,5 sm. Gildar forðarætur, visnar niður eftir blómgun.
Lýsing
Grunnblöðin í hvirfingu, 1-4 sm, heil, strend eða bugtennt, hjartalaga, gljáandi, langstilkuð, dökk græn, oft með brúnum eða silfruðum yrjum. Stöngulblöðin minni með styttri stilkum. Blóm stök á stöngulendum (eða nokkur saman), skær gullgul en fölna með aldrinum, 2-3 sm í þvermál. Bikarblöðin þrjú, græn. Krónublöðin 8-12 mjóegglaga. Blómbotn hærður. Fræhnotin hnöttótt, fín dúnhærð, kjöluð, um 2,5 mm, trjóna lítt áberandi.
Uppruni
Evrópa, NV Afríka, V Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, æxlilaukar í blaðöxlum á R. f. ssp. bulbifera, sáir sér líka.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, fjölær beð.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, fallegust í breiðum með anemonum og laukjurtum inn á milli trjáa og runna.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun. 'Aurantica' rauðgul sögð mjög góð, 'Flore Pleno' fyllt fagurgul, 'Primrose' gulhvít, 'Major' óvenju stór gul blóm.