Ranunculus glacialis

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
glacialis
Íslenskt nafn
Jöklasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur (roðnar með aldrinum).
Blómgunartími
Júní - júlí (oft lengur).
Hæð
5-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus nema bikarblöðin, rætur eru trefjarætur. Stöngullinn stinnur, 4-25 sm.
Lýsing
Grunnblöðin dökkgræn, dálítið kjötkennd, 3-flipótt, flipar með legg, flipar djúpskiptir. Stöngullauf minni, leggstutt eða legglaus. Blómin 1-3, hvít eða fölbleik, verða rauðleit eftir að blómið hefur frjóvgast, (sem hefur í för með sér betri varmaupptöku til að hjálpa fræjunum að þroskast), 2-3 sm í þvermál. Bikarblöð með þétt rauðbrún hár á neðra borði. Krónublöð kringluleit, framjöðruð. Blómbotn hárlaus, fræhnotir hárlausar, með væng, 2,5 mm.
Uppruni
Norðurhvel, háfjöll Evrópu, Ísland.
Harka
4
Heimildir
0 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. Þolir ekki kalkríkan jarðveg.
Reynsla
Íslensk tegund vandræktuð á láglendi, betra að hafa í sólreit yfir veturinn. Harðgerð, oft skammlíf á betri stöðum en þrífst vel í útsveitum. Með hæsta skráðan vaxtarstað allra blómplantna í Evrópu - í fjallinu Finsteraarhorn í 4275m hæð.