Ranunculus gouanii

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
gouanii
Íslenskt nafn
Íberíusóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkgulur
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-35 sm
Vaxtarlag
Náskyld hnúðsóley (R. montanus). Dúnhærð, fjölær jurt, allt að 30 sm há, rætur trefjarætur og 3-4 mm hár efst.
Lýsing
Grunnlaufin 3-5 flipótt, flipar öfugegglaga, tenntir, stöngullauf flipótt, heil, hálfgreipfætt. Blómin 1-5 á hverjum stöngli, sterkgul, um 4 sm í þvermál, bikarblöð þétt dúnhærð. Hnotin hliðflöt, kjöluð, trjónan krókbogin.
Uppruni
Pýreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er en lofar góðu. (ath. betur)