Ranunculus lanuginosus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
lanuginosus
Íslenskt nafn
Loðsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Dúnhærð fjölær jurt, stönglar hærðir, 30-50 sm.
Lýsing
Grunnlaufin djúp 3-5 flipótt, flipar egglaga, óreglulega tenntir, stöngullaufin minni en grunnlaufin. Blómin mörg, djúp appelsínugul, allt að 4 sm í þvermál, bikarblöð útstæð. Blómbotn hárlaus, fræhnotir hliðflatar, 4-5 mm, trjónan breið, baksveigð.
Uppruni
M & S Evrópa, Kákasus.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Hefur reynst harðgerð hérlendis en á það til að sá sér mikið.
Yrki og undirteg.
Ranunculus lanuginosus 'Pleniflorus' með mjög blettótt blöð, fyllt appelsínugul blóm.