Ranunculus montanus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
montanus
Íslenskt nafn
Hnúðsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hærð eða hárlaus, með trefjarætur, 16-30 sm, hluti af hóp af undirtegundum.
Lýsing
Grunnblöðin með 3-5 flipa, flipar öfugegglaga, tenntir, snubbóttir, stöngulblöðin mjó, stundum tennt og oft greipfætt. Blómin 1-3 saman, gljándi gullgul, 2-3 sm í þvermál, bikarblöð fín dúnhærð. Blómbotn hárlaus. Hnotir 2 mm, útflattar, með kjöl, tjóna krókbogin.
Uppruni
Fjöll Evrópu.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð, þrífst vel bæði norðan og sunnanlands.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Molten Gold' lágvaxið, sérlega fallegt og kraftmikið, með dökkgræn lauf, blóm stór, bogadregin, gullgul.