Ranunculus polyanthemos

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
polyanthemos
Íslenskt nafn
Runnasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-65 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar 20-65 sm, stinnhærðir eða næstum hárlausir, greinóttir.
Lýsing
Grunnlauf um 5, laufleggur 7-14 sm, blaðkan 3-flipótt, nýrlaga-fimmhyrnd, 3-6 x 4-9 sm, pappírskennd, stinnhærð, grunnur hjartalaga, miðflipinn tígullaga, 3-skipt, flipar 1 eða 2 x flipótt eða skipt, endaflipinn hliðskakkur-egglaga eða bandlaga, hliðaflipar hliðskakkir-blævængslaga, oftast tvískipt. Stöngullauf stuttleggjuð eða legglaus, 3-skipt. Blómskúfur með 3 til 4 blóm. Blómin um 1,8 sm sm. Blómleggur 3-8 sm, ögn stinnhærð. Blómbotn smádúnhærður. Bikarblöð 5, egglaga, um 7 mm, langhærð á neðra borði. Krónublöð 5, öfugegglaga, um 10x7 mm. hunangsgróp þakin hreistri, bogadregin í oddinn. Fræflar margir, frjóhnappar mjó-aflangir. Samaldin hálfhnöttótt, um 7 mm í þvermál. Fræhnotir skakk-öfugegglaga, um 3 x 2 mm, hárlausar, með mjóan kant, stíll langær, þríhyrndur, um 1 mm, krókbogin í oddinn.
Uppruni
Kína, Kazakstan, Rússland (Síbería), Evrópa.
Heimildir
= Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233501178,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur verið allmörg ár í Lystigarðinum og þrifist vel, sáir sér óheppilega mikið. Ætti ekki að vera í görðum.