Ranunculus repens

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
repens
Íslenskt nafn
Skriðsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagur- gullgulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
15-50 sm
Vaxtarlag
Hárlaus til dúnhærð fjölær jurt, með renglur, 15-60 sm.
Lýsing
Grunnlauf þríhyrnd-egglaga, með 3 smálauf, mið smálaufið með legg, öll flipótt og tennt. Stöngullauf minni. Blómin venjulega stök, gullgul, 2-3 sm í þvermál. Bikarblöð útstæð. Blómbotn hærður, fræhnotir hliðflatar, með kant, 3 mm, trjóna krókbogin.
Uppruni
Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í sumarbústaðaland, (helst ekki þar heldur).
Reynsla
Flokkast undir argasta illgresi í görðum þar sem hún er víðskriðul með ofanjarðarregnlum.
Yrki og undirteg.
Hér nefnd til sögu þar sem yrki sem eru ekki eins skriðul eru ræktuð erlendis sem garðplöntur t. d. fyllt afbriðgi af skriðsóley Ranunculus repens 'Flore Pleno' fyllt og þroskar ekki fræ. Önnur yrki t. d. 'Joe's Golden' með gullgulu laufi og 'Nanus', sem er dvergvaxið.