Ranunculus thora

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
thora
Íslenskt nafn
Eitursóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, forðarætur.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 8-20 sm, rætur með hnýði.
Lýsing
Grunnblöðin nýrlaga, heilrend við grunninn, en gróftennt við oddinn, blágræn, hárlaus, með legg, koma eftir blómgun. Stöngullauf legglaus, lítil, þau efstu lensulaga, 3-flipótt. Blóm 1 eða fá saman á stöngli, gul, 1-2 sm í þvermál, bikarblöð hárlaus, krónublöð egglaga. Blómbotnn hærður. Hnotur fáar, hárlausar, kringlóttar, trjóna stutt, krókbogin.
Uppruni
Pyreneafjöll, Alpafjöll, Balkanskagi.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð, í rakar steinhæðir.
Reynsla
Öll plantan er mjög eitruð og úr henni var unnið eitur sem notað var á örvaodda, fágæt hérlendis en þrífst mjög vel.