Ranunculus traunfellneri

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
traunfellneri
Íslenskt nafn
Alpasóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Náskyld fjallasóley (Ranunculus alpestris) en minni, allt að 7 sm há, ekki þýfð.
Lýsing
Grunnlauf 3-flipótt, miðflipinn með 3 hluta, hliðarflipar með 2 hluta, mattgræn. Stöngullauf bandlaga, óskipt. Blómin stök, 1,5 sm í þvermál.
Uppruni
SA Alpafjöll (Austurríki, Ítalía).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir (neðan til), í þyrpingar, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.