Ranunculus x arendsii

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
x arendsii
Íslenskt nafn
Blendingssóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
(ekki í RHS, IOPI, Fl. Europea)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómagulur- síðar hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Líkist foreldrum. Afkvæmi slíðrasóleyjar og grassóleyjar.
Lýsing
Blöðin grágræn, löng og mjó töluvert breiðari en á grassóley. Blómin stór rjómagul en lýsast og verða nær hvít með aldrinum. Efri mynd: Ranunculus x arendsii 'Moonlight'
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
HS
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð.
Reynsla
Blendingur. Harðgerð en sjaldséð í görðum (H.Sig.). Nafngift virðist ekki staðfest af grasafræðinum. (Ath. betur latn. heiti).