Rhamnus alnifolius

Ættkvísl
Rhamnus
Nafn
alnifolius
Íslenskt nafn
Ölstafur
Ætt
Hrökkviðarætt (Rhamnaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Raklendi.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Runni, allt að 1 m hár, útbreiddur, lauffellandi, greinar fínlega gráar eða með rauð-brún dúnhár.
Lýsing
Lauf 4-10 sm, oddbaugótt til egglaga, fleyglaga við grunninn, ydd, jaðrar með misstórum tönnum, hárlaus ofan, ögn dúnhærð á 6-8 æðastrengjapörunum á neðra borði, laufleggir 4-14 mm. Blómskipunin 2-4 blóma, blómin gulgræn, engin krónublöð, 5-deild. Aldin 6 mm í þvermál. hálfhnöttótt. Fræ 3, svört.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
2
Heimildir
= 1, ontariotrees.com/main/species.php?id=2021,Roloff/Bärtels Gehölze
Fjölgun
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð. Berin óæt.