Rhamnus alpinus

Ættkvísl
Rhamnus
Nafn
alpinus
Íslenskt nafn
Fjallastafur
Ætt
Hrökkviðarætt (Rhamnaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þyrnalaus, útbreiddur runni allt að 4 m hár.
Lýsing
Laufin sumargræn, allt að 4-10(-15) sm, oddbaugótt, bogadregin í oddinn eða hvassydd, bogadregin við grunninn eða nokkuð hjartalaga, jaðrar fín-sagtenntir, æðastrengjapörin 7-20, laufleggir allt að 2 sm. Blómin lítil, 4-deild, með krónublöð. Aldin 4-6 mm í þvermál, næstum kúlulaga, svört.
Uppruni
Spánn til Grikkland.
Harka
Z6
Heimildir
1,Roloff/Bärtels Gehölze
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.