Rhamnus erythroxylon

Ættkvísl
Rhamnus
Nafn
erythroxylon
Íslenskt nafn
Broddastafur
Ætt
Hrökkviðarætt (Rhamnaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, mikið greindur runni, allt að 2 m hár. Greinar rauðar, glansandi, þyrnóttar.
Lýsing
Lauf 3-10 sm, í þyrpingum, á stuttum, frjóum greinum, leðurkennd, hálfhárlaus, bandlaga til aflöng-bandlaga, grágræn neðan, æðastrengir í 4 pörum, laufleggir 5-15 mm langir. Blómin 10-20 í knippum, á stuttum hliðargreinum, gul, breið-bjöllulaga. Aldin 5-6 mm í þvermál, hnöttótt, glansandi, svört. Fræ oftast 3 talsins, 3-4 mm í þvermál.
Uppruni
A Rússland, Mongólía.
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2007.