Rhamnus japonicus

Ættkvísl
Rhamnus
Nafn
japonicus
Íslenskt nafn
Japansstafur
Ætt
Hrökkviðarætt (Rhamnaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Brúngrænn.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Útbreiddur runni allt að 3 m hár, greinar þyrnóttar, glansandi gulbrún.
Lýsing
Lauf 5-8 sm, gagnstæð, sumargræn, aflöng til öfugegglaga, stuttydd, jaðrar fíntenntir, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð á neðra borði, glansandi, æðastrengir í 4-5 pörum, laufleggir allt að 8 mm langir. Blómskipunin margblóma, hálfkúlulaga, í axlastæðum þyrpingum, á stuttum, þyrnóttum hliðargreinum. Blómin brúngræn, ilma, 4-deild. Bikarflipar þríhyrndir. Aldin 6 mm í þvermál, hnöttótt, svört.ß
Uppruni
Japan.
Harka
Z4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1988, kelur talsver flest ár.