Rheum tibeticum

Ættkvísl
Rheum
Nafn
tibeticum
Íslenskt nafn
Tíbetsúra
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Ljóspurpurarauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Fremur lágvaxinn rabbarbari, 15-25 sm hár. Jarðstönglar kröftugir.
Lýsing
Leggur grunnlaufa stuttur, 3-5(-10,5) sm, hvassþyrnótt, dúnhærð eða hárlaus, laufblaðkan hálfhjartalaga eða hjartalaga, 12-20(-28) x 13-21(-27) sm, leðurkennd, dúnhærð á æðum á neðra borði laufs, hárlaus á era borði, grunn æðar 5, grunnur hjartalaga eða bogadreginn, jaðar heilrendur, snubbótt í oddinn. Blómskúfur vex frá enda jarðstöngulsins, greinar eru útstæðar, dúnhærðar eða næstum hárlausar, stoðblöðin mjög lítil. Blómleggur stuttur, 2-3,5 mm. Blómhlífarblöð ljós purpurarauð til gulgræn, oddbaugótt, um 2,5 mm. Frjóhnappar gulir eða dökkbrúnir. Aldin eggvala, um 10 x 8-9 mm, báðir endar oddnumdir, vængir rauðbrúnir, breiðari en hnotin, með langsum æðar við jaðarinn. Fræin svart-brún, mjéggvala.
Uppruni
Kashmír, Pakistan, Afghanistan.
Heimildir
Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242100145
Fjölgun
Vorsáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Hefur reynst vel í steinhæð í garðinum, mjög harðgerð.