Rhodiola dumulosa

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
dumulosa
Íslenskt nafn
Klukkusvæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Sedum dumulosum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, fræhýði fagurrauð.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 18 sm há. Jarðstönglar lítið greindir neðantil, allt að 1 sm í þvermál, hlutar ofan moldu með hreistur.
Lýsing
Grunnlaufahreistur 4-7 x 4-8 sm, breið þríhyrnd, ársprotar 5-15 sm, rauðmengaðir. Laufin stakstæð, 5-25 x 1-2,5 mm, bandlaga til lensulaga-oddbaugótt, snubbótt, jaðrar meira eða minna heilrendir, miðrif ekki áberandi. Blómskipunin 4-20 blóma, hálfsveipur, stundum stök eða 2- til 3-blóma, blómin allt að 8 mm í þvermál. Bikarblöð 5, 6-7,5 mm, hárlaus, hvassydd, bogna út á við. Krónublöð 5, 8-11 x 1,5-2,5 mm, aflöng-lensulaga til mjóegglaga, rjómalit til fölgræn, nokkuð kjötkennd, oftast langæ, broddydd, broddurinn lítill. Fræflar styttri en krónublöðin, frjóhnappar dökkrauðir til purpura en verða gulir, frævan hvít.
Uppruni
Tíbet, Burma, Kína, Mongólía, N Kórea.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í hleðslur, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð jurt, falleg og eftirsótt tegund í steinhæðina.