Rhodiola integrifolia

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
integrifolia
Íslenskt nafn
Veggjasvæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Sedum integrifolia
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður djúppurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há, blómin einkynja eða tvíkynja, jarðstönglar lítið eitt greinóttir, ofanjarðarhlutinn með hreistur, hvirfingarlauf með hreistur, 4-10 x 3-8 mm, egglaga til þríhyrnd-lensulaga.
Lýsing
Blómstönglar 5-30 sm, oft rauðgræn. Lauf stakstæð, 5-30 x 2-13 mm, stækka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, legglaus, meira eða minna strjál, snubbótt-hvassydd í oddinn, öfuglensulaga til mjó öfugegglaga-aflöng, bláleit, jaðar sagtenntur við oddinn, miðrif ógreinilegt. Blómskipunin venjulega með 15-50 blóm í þéttum skúf. Blómin allt að 6 mm í þvermál, bikarblöð 4 eða 5, 32-40 mm, doppótt eða með rauða slikju, bandlaga, snubbótt. Krónublöð 4 eða 5, 24-40 x 10-14 mm, stöku sinnum stærri, mjó spaðalaga hjá karlblómum, bandlaga-sýllaga hjá kvenblómum, ekki samvaxin, stöku sinnum græn, rauð til djúppurpura. Fræflar 8-10, lengri en krónublöðin, ekki í kvenblómum, frjóhnappar rauð-purpura, frævur lengri í kvenblómum.
Uppruni
Arktísk, Síbería, Alaska, V N Ameríka.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Harðgerð, er stundum talin afbrigði af burnirót, en er öll fínlegri.