Rhodiola primuloides

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
primuloides
Ssp./var
v. pachyclados
Höfundur undirteg.
(Ait. & Hemsl.) Jacobsen
Íslenskt nafn
Breiðuhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Réttara: Rhodiola pachyclados (Aitch. & Hemsl.) H.Ohba
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10 sm?
Vaxtarlag
Þéttar, flatar hvirfingar, laufin bláleit, 2 x 1 sm, þríflipa í oddinn eða tennt, ekki með miðgróp.
Lýsing
Blómskipunin hliðstæð á stuttum legg, blómin lítil, 5-skipt.(Minnir allnokkuð á húslauk.)
Uppruni
Afghanistan & Pakistan.
Harka
-6
Heimildir
= 3, http://skalnicky. kadel.cz/e/kvCard.asp-Id=5405.hlm
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í breiður, í steinhæðir, í beð, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Allt bendir til að hann ætli að standa sig hérlendis (H. Sig.)(Undir Sedum pachyclados í bók HS og engar afgerandi heimildir fundist um hann en hans er getið í W3 tropicos gagnagrunninum undir ofangr. nafni-aðalteg. er í RHS)