Rhodiola rhodantha

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
rhodantha
Íslenskt nafn
Krónusvæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikrauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 40 sm há, jarðstönglar greinóttir, sverir, ofanjarðar hlutar með hreistur lauf.
Lýsing
Blómstönglar uppréttir, kröftugir. Lauf 15-25 x 5-6 mm, aflöng, kjötkennd, hárlaus, hvassydd, heilrend. Blómskipunin þéttur klasi, blómin allt að 3 mm í þvermál, bjöllulaga. Bikarblöð 5,5-8 mm, rauðmenguð. Krónublöð 5,8-13 mm, oddbaugótt, bleikrauð verða hvít. Fræflar styttri en krónublöðin. Fræflar purpura, frævur rauðar.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Harðgerð - hefur reynst vel í Lystigarðinum.