Rhodiola rosea

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
rosea
Íslenskt nafn
Burnirót, svæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 3-30 sm há, jarðstönglar greinóttir, ofanjarðarsprotar sterklegir, með hreistur. Engin laufblöð, hreisturblöð 2-5 x 1-3 mm, þríhyrnd til meira egglaga.
Lýsing
Blómstönglar 1-3, sjaldan fleiri, vaxa upp af broddi hvers sprota, stundum ófrjóir. Laufin stakstæð, 6-40 x 5-17 mm, gisin, ásætin, stærri og meira uppsveigð eftir því sem ofar dregur á stönglinum, hárlaus, breytilega aflöng, snubbótt til langydd, rauðmenguð, grunnur bogadreginn eða ögn hjartalaga, heilrend til fremur óreglulega sagtennt við oddinn, miðtaugin ógreinileg. Blómskipunin með 25-50 eða svo mörg sem 70 blóma í klasa- eða sveipkenndum kvíslskúf. Blómin allt að 6 mm í þvermál, bikarblöð 4, 2-3 mm lauskrýnd eða stutt samkrýnd, kjötkennd, ljós grængul, snubbótt-bogadregin í oddinn, krónublöð 4, allt að 3 x 1 mm, lengri hjá karlblómum, lauskrýnd, bandlaga til bandlaga-aflöng, grængul, snubbótt til bogadregin. Fræflar 8, lengri en krónublöðin, ekki í kvenblómum. Frjóhnappar djúpgulir, dökkna. Frævur gulgrænar, styttri en krónublöðin hjá karlblómum, lengri í kvenblómum, hunangskirtlar appelsínugulir.
Uppruni
Norðurhvel, líka á Íslandi.
Harka
1
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Harðgerð jurt, íslensk tegund sem er mikið ræktuð.